Körfubolti

Vill hækka aldurstakmarkið í NBA-deildina

Adam Silver.
Adam Silver. vísir/getty
Nýr yfirmaður NBA-deildarinnar, Adam Silver, er þegar byrjaður að láta til sín taka í starfi og hann ætlar nú að hækka aldurstakmarkið inn í NBA-deildina.

Í dag þurfa menn að vera að minnsta kosti 19 ára til þess að geta spilað í deildinni. Leikmenn þurfa sem sagt að spila eitt ár í háskóla áður en þeir geta komist í deildina.

Silver vill nú hækka aldurstakmarkið í 20 ár þannig að leikmenn yrðu að spila tvö ár í háskólaboltanum áður en þeir kæmu inn í deildina.

"Við trúum því að aukaár fyrir leikmenn til að þroskast áður en þeir koma í deildina sé mikilvægt. Þjálfarar hafa kvartað yfir því að leikmenn sem koma of snemma hafi ekki næga reynslu og hafi gott af því að spila annað ár í háskólaboltanum," sagði Silver.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×