Körfubolti

Kobe Bryant á ráðstefnu Bill Clinton

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kobe og Clinton fara yfir málin
Kobe og Clinton fara yfir málin mynd: nordicphotos/getty
Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og Kobe Bryant, ein stærsta stjarna NBA körfuboltans síðustu tvo áratugi, munu stjórna umræðu um börn og íþróttir á heilsuráðstefnu Clinton í Bandaríkjunum mánudagskvöld.

„Íþróttir gefa ungu fólki möguleika á að vera virkt, halda heilsu og eiga möguleika á að ná sem mestu úr sínum hæfileikum,“ sagði Clinton í samtali við ESPN sem mun sjónvarpa umræðunum síðar.

Bryant mun ræða mikilvægi þess að börn byrja yngri í skipulögðum íþróttum og mun fjalla um jafnvægi milli skipulagðra keppnisíþrótta og afþreyingu og leik.

„Börn nú til dags eru þau óvirkustu í sögunni og brottfallið við hættumörk,“ sagði Bryant í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér vegna ráðstefnunnar.

Við annað tækifæri sagði Bryant; „það er svo mikið sem íþróttir og hreyfing gefa. Það er mjög mikilvægt að börn skilji að þú nýtur ekki bara þess að vera heilsuhraustur við að stunda íþróttir. Þú lærir einnig að vera frábær leiðtogi, óeigingjarn,  hvernig á að starfa í hóp og þú öðlast keppnisskap.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×