Körfubolti

Deng farinn frá Bulls

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Deng í baráttu við Francisco Garcia og James Harden, leikmenn Houston.
Deng í baráttu við Francisco Garcia og James Harden, leikmenn Houston. Nordic Photos / Getty
Bretinn Luol Deng er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni eftir að félagið komst að samkomulagi við Chicago Bulls um skiptin.

Bulls fær Andrew Bynum í skiptunum auk þriggja valrétta í næsta nýliðavali NBA-deildarinnar.

Deng er 28 ára gamall framherji og hefur verið valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar síðastliðin tvö ár. Hann var í byrjunarliði Bulls í öllum 23 leikjum liðsins til þessa á tímabilinu og skoraði í þeim að meðaltali nítján stig.

Níu ára Deng hjá Bulls er því lokið en Deng, sem er fæddur í Súdan, var sjöunda val í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2004.

Hann fluttist ungur til Englands en fór svo til Bandaríkjanna aðeins fjórtán ára gamall til að spila körfuboltaliði með skólaliði í New Jersey.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×