Fjölmiðlar verða að endurspegla samfélagið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. desember 2013 07:00 Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun