Fjölmiðlar verða að endurspegla samfélagið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. desember 2013 07:00 Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun