Jólin mín, jólin þín og áramótin Teitur Guðmundsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allan bæ, fólk að kaupa gjafir, hittast á förnum vegi og spjalla. Suma sér maður bara einu sinni á ári á jólarúntinum svokallaða, það fer drjúgur tími í það að heyra hvað hefur á dagana drifið síðan síðast. Ákveðnir hlutir eru ómissandi í jólaundirbúningnum og á aðventunni, að baka smákökurnar og laufabrauðið, skreyta híbýli sín og svo auðvitað jólatréð. Það fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun að fá kærkomið frí, tíma til að lesa góða bók, spila spil eða púsla, njóta útivistar og þannig mætti lengi telja. Það gildir að setja tærnar upp í loft, en á sama tíma að halda jafnvægi. Mjög margir eru afar uppteknir af því að missa ekki tökin, þyngjast um of, borða of mikið og svo framvegis. Reynið bara að slaka á, það verður nægur tími til að leiðrétta nokkur aukakíló síðar komi þau á annað borð. Ekki skapa streituástand, maður þyngist af því einu saman. Hófsemi og jafnvægi er rétta lausnin bæði hvað varðar át og hreyfingu um hátíðirnar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel. Sumar hefðir eru nánast meitlaðar í stein eins og skatan á Þorláksmessu eða tónleikarnir með Bubba, hver á sitt og það er gott, fjölbreytnin er það sem telur. Mestu máli skiptir þó samveran með fjölskyldu og vinum, þetta er tími fjölskyldunnar og við sem erum svo heppin að geta verið saman eigum að vera þakklát, því það er alls ekki sjálfgefið. Hátíð ljóss og friðar er fyrir löngu orðin býsna markaðsvædd, henni fylgir ákveðið hömluleysi og finnst sennilega flestum nóg um. Þó eru margir sem lifa samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Það skiptir ekki máli umfang eða verðmæti gjafa eða greiða, heldur fyrst og fremst hugurinn og sú vellíðan sem fylgir því að gera öðrum gott. Það er merkilega góð tilfinning! Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst, að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Í þeim anda og þar sem pistlar mínir ættu næst að bera upp á aðfangadag og gamlársdag þá ætla ég að leyfa mér að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, megir þú njóta vel! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allan bæ, fólk að kaupa gjafir, hittast á förnum vegi og spjalla. Suma sér maður bara einu sinni á ári á jólarúntinum svokallaða, það fer drjúgur tími í það að heyra hvað hefur á dagana drifið síðan síðast. Ákveðnir hlutir eru ómissandi í jólaundirbúningnum og á aðventunni, að baka smákökurnar og laufabrauðið, skreyta híbýli sín og svo auðvitað jólatréð. Það fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun að fá kærkomið frí, tíma til að lesa góða bók, spila spil eða púsla, njóta útivistar og þannig mætti lengi telja. Það gildir að setja tærnar upp í loft, en á sama tíma að halda jafnvægi. Mjög margir eru afar uppteknir af því að missa ekki tökin, þyngjast um of, borða of mikið og svo framvegis. Reynið bara að slaka á, það verður nægur tími til að leiðrétta nokkur aukakíló síðar komi þau á annað borð. Ekki skapa streituástand, maður þyngist af því einu saman. Hófsemi og jafnvægi er rétta lausnin bæði hvað varðar át og hreyfingu um hátíðirnar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel. Sumar hefðir eru nánast meitlaðar í stein eins og skatan á Þorláksmessu eða tónleikarnir með Bubba, hver á sitt og það er gott, fjölbreytnin er það sem telur. Mestu máli skiptir þó samveran með fjölskyldu og vinum, þetta er tími fjölskyldunnar og við sem erum svo heppin að geta verið saman eigum að vera þakklát, því það er alls ekki sjálfgefið. Hátíð ljóss og friðar er fyrir löngu orðin býsna markaðsvædd, henni fylgir ákveðið hömluleysi og finnst sennilega flestum nóg um. Þó eru margir sem lifa samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Það skiptir ekki máli umfang eða verðmæti gjafa eða greiða, heldur fyrst og fremst hugurinn og sú vellíðan sem fylgir því að gera öðrum gott. Það er merkilega góð tilfinning! Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst, að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Í þeim anda og þar sem pistlar mínir ættu næst að bera upp á aðfangadag og gamlársdag þá ætla ég að leyfa mér að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, megir þú njóta vel!
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar