Þegar Trölli yfirtók Alþingi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun