„Snarkvondir“ dagar á Ríkisútvarpinu… Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun