Halldór Ásgrímsson samdi sjálfur við Bandaríkin Árni Finnsson skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun