Fallega dóttir mín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu. Við vorum tvö í bílnum á laugardagseftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörun en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. Við sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún væri í miklum pælingum. Niðurstaða þankagangsins var svo nokkuð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugardagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokallaðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirrar litlu af stað. Mér var farið að líða eins og fórnarlambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveguð og virtist vera með fast lokamarkmið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhverskonar fullnaðarsigri. „Pabbi myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagðir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ Ég gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu. Við vorum tvö í bílnum á laugardagseftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörun en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. Við sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún væri í miklum pælingum. Niðurstaða þankagangsins var svo nokkuð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugardagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokallaðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirrar litlu af stað. Mér var farið að líða eins og fórnarlambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveguð og virtist vera með fast lokamarkmið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhverskonar fullnaðarsigri. „Pabbi myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagðir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ Ég gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar