Mary Poppins í partýlandi Saga Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 06:00 Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi. Ég hressist svo endanlega þegar hressa fólkið birtist mér ljóslifandi í sjónvarpinu skælbrosandi, beislitað og hresst frá toppi til táar. Það sé stuð. Það er alls staðar stuð. Þetta er partýland. Og allir eru með skemmtiatriði. Nú stendur til að skera ríflega niður til Ríkisútvarpsins og yfirvofandi uppsagnir eru óhressandi staðreynd. Hressa fólkið getur þó prísað sig sælt yfir eigin hressleika því meira að segja þegar engir peningar virðast vera til má alltaf borga hressu fólk fyrir að vera hresst og gefa öðru hressu fólki milljónir og spjalla við það á hressu nótunum – löngu áður en tímabært er að vera hress, á sunnudögum. Það sem hins vegar gerir skemmtiatriði skemmtileg er það sama og bjargar jólunum frá því að vera mjög pirrandi - þau eru tilbrigði. Tilbrigði eru skemmtileg. Það sem er fágætt er dýrmætt og það óvanalega er aðlaðandi. Surtsey er dýrmæt af því að þar er enginn, Geirfinnur er spennandi því hann er týndur og Sinfóníuhljómsveit Íslands er meira ómissandi en Frostrósir þó færri mæti og enginn sé í pallíettudragt. Og í heimi hins gengdarlausa hressleika eru leiðindi jólin. Á laugardaginn hlaut Jórunn Sigurðardóttir íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi menningaumfjöllun á blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku. Við það tækifæri minnti hún á að almannaútvarp getur aldrei verið fyrirtæki heldur er það alltaf stofnun í samfélaginu. Ríkisútvarpið er í þeirri frábæru aðstöðu að þurfa ekki eingöngu að binda sig við auglýsingavæna stuðþætti sem sáldra fríkeypis bíómiðum á hressa hlustendur sína heldur hefur það dýrmætt svigrúm til að búa til vandaða alvarlega þætti sem fáir sjá og heyra. RÚV hefur með öðrum orðum leyfi og meira að segja skyldu til að vera óhresst. Því jafnvel þótt Mary Poppins mæli með matskeið af sykri með meðalinu er ég nokkuð viss um að engin heilbrigð barnfóstra eða læknir með einhverja vottaða háskólagráðu mæli með sykri í allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi. Ég hressist svo endanlega þegar hressa fólkið birtist mér ljóslifandi í sjónvarpinu skælbrosandi, beislitað og hresst frá toppi til táar. Það sé stuð. Það er alls staðar stuð. Þetta er partýland. Og allir eru með skemmtiatriði. Nú stendur til að skera ríflega niður til Ríkisútvarpsins og yfirvofandi uppsagnir eru óhressandi staðreynd. Hressa fólkið getur þó prísað sig sælt yfir eigin hressleika því meira að segja þegar engir peningar virðast vera til má alltaf borga hressu fólk fyrir að vera hresst og gefa öðru hressu fólki milljónir og spjalla við það á hressu nótunum – löngu áður en tímabært er að vera hress, á sunnudögum. Það sem hins vegar gerir skemmtiatriði skemmtileg er það sama og bjargar jólunum frá því að vera mjög pirrandi - þau eru tilbrigði. Tilbrigði eru skemmtileg. Það sem er fágætt er dýrmætt og það óvanalega er aðlaðandi. Surtsey er dýrmæt af því að þar er enginn, Geirfinnur er spennandi því hann er týndur og Sinfóníuhljómsveit Íslands er meira ómissandi en Frostrósir þó færri mæti og enginn sé í pallíettudragt. Og í heimi hins gengdarlausa hressleika eru leiðindi jólin. Á laugardaginn hlaut Jórunn Sigurðardóttir íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi menningaumfjöllun á blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku. Við það tækifæri minnti hún á að almannaútvarp getur aldrei verið fyrirtæki heldur er það alltaf stofnun í samfélaginu. Ríkisútvarpið er í þeirri frábæru aðstöðu að þurfa ekki eingöngu að binda sig við auglýsingavæna stuðþætti sem sáldra fríkeypis bíómiðum á hressa hlustendur sína heldur hefur það dýrmætt svigrúm til að búa til vandaða alvarlega þætti sem fáir sjá og heyra. RÚV hefur með öðrum orðum leyfi og meira að segja skyldu til að vera óhresst. Því jafnvel þótt Mary Poppins mæli með matskeið af sykri með meðalinu er ég nokkuð viss um að engin heilbrigð barnfóstra eða læknir með einhverja vottaða háskólagráðu mæli með sykri í allt.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun