Vantar fleiri fundi Pawel Bartoszek skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun