Níu dánir á Akureyri Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 25. október 2013 06:00 „Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar