Örlæti Ólafs Sóley Tómasdóttir skrifar 16. október 2013 08:51 Við Ólafur Stephensen erum sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að sjálfsögðu. Flestum öðrum skoðunum Ólafs úr leiðara gærdagsins er ég ósammála. Fjárhagsaðstoð er ekki eina skylda sveitarfélaganna. Samfélagsleg ábyrgð þeirra felst meðal annars í að fjölga tækifærum fólks, veita grunnmenntun og hvatningu til frekara náms, bjóða upp á frístunda- og félagsstarf sem styrkir sjálfstraust, spennandi störf, virkni- og þátttökuverkefni í þeim tilgangi að stuðla að farsælu lífi allra íbúa. Raunverulegri virkni verður aldrei náð með skilyrðingum eða hótunum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að tryggja að fólk sem ekki fær greiðslur annars staðar frá geti lifað mannsæmandi lífi. Það gerir hún því miður ekki í Reykjavík. Við vitum öll að 170 þúsund krónur á mánuði duga skammt fyrir einstakling í samfélagi nútímans. Það er upphæðin sem Sjálfstæðisflokknum þykir ofrausn. Fjárhagsaðstoðin er ekki greidd út sem laun. Það er ekki ætlast til neins á móti. Og þannig á það að vera. Það á einmitt að vera sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð ef aðrir möguleikar eru ekki í boði. Aðstæður fólks sem fær greidda fjárhagsaðstoð eru margvíslegar og ástæðurnar sömuleiðis en ég efast ekki um að hvert og eitt þeirra myndi vilja afla sér tekna með öðrum hætti. Lægstu laun í samfélaginu eru of lág. Þau eru í mörgum tilfellum greidd fyrir erfiða vinnu og duga varla til framfærslu. Það er óþolandi – en tengist fjárhagsaðstoðinni nákvæmlega ekki neitt. Hún á eftir sem áður að duga fyrir framfærslu. Fjárhagsaðstoð snýst ekki um örlæti. Hún snýst um samfélagslega ábyrgð í velferðarsamfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, sérstaklega þar sem misskiptingin vex og tækifærin eru ójöfn. Hana á að greiða þegar allt annað hefur verið fullreynt. Hún á að vera fyrir okkur öll, rétt eins og heilbrigðis- og menntakerfið. Ef við viljum lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar eigum við að vinna gegn misskiptingu og jafna tækifæri fólks til menntunar, vinnu og heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við Ólafur Stephensen erum sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að sjálfsögðu. Flestum öðrum skoðunum Ólafs úr leiðara gærdagsins er ég ósammála. Fjárhagsaðstoð er ekki eina skylda sveitarfélaganna. Samfélagsleg ábyrgð þeirra felst meðal annars í að fjölga tækifærum fólks, veita grunnmenntun og hvatningu til frekara náms, bjóða upp á frístunda- og félagsstarf sem styrkir sjálfstraust, spennandi störf, virkni- og þátttökuverkefni í þeim tilgangi að stuðla að farsælu lífi allra íbúa. Raunverulegri virkni verður aldrei náð með skilyrðingum eða hótunum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að tryggja að fólk sem ekki fær greiðslur annars staðar frá geti lifað mannsæmandi lífi. Það gerir hún því miður ekki í Reykjavík. Við vitum öll að 170 þúsund krónur á mánuði duga skammt fyrir einstakling í samfélagi nútímans. Það er upphæðin sem Sjálfstæðisflokknum þykir ofrausn. Fjárhagsaðstoðin er ekki greidd út sem laun. Það er ekki ætlast til neins á móti. Og þannig á það að vera. Það á einmitt að vera sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð ef aðrir möguleikar eru ekki í boði. Aðstæður fólks sem fær greidda fjárhagsaðstoð eru margvíslegar og ástæðurnar sömuleiðis en ég efast ekki um að hvert og eitt þeirra myndi vilja afla sér tekna með öðrum hætti. Lægstu laun í samfélaginu eru of lág. Þau eru í mörgum tilfellum greidd fyrir erfiða vinnu og duga varla til framfærslu. Það er óþolandi – en tengist fjárhagsaðstoðinni nákvæmlega ekki neitt. Hún á eftir sem áður að duga fyrir framfærslu. Fjárhagsaðstoð snýst ekki um örlæti. Hún snýst um samfélagslega ábyrgð í velferðarsamfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, sérstaklega þar sem misskiptingin vex og tækifærin eru ójöfn. Hana á að greiða þegar allt annað hefur verið fullreynt. Hún á að vera fyrir okkur öll, rétt eins og heilbrigðis- og menntakerfið. Ef við viljum lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar eigum við að vinna gegn misskiptingu og jafna tækifæri fólks til menntunar, vinnu og heilsu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar