Sjálfskaparvíti Háskólans Stefán Pálsson skrifar 4. september 2013 00:01 Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2. september baðst rektor Háskóla Íslands afsökunar á þeim óþægindum sem afturkölluð ráðning stundakennara við skólann kynni að hafa valdið. Að sögn rektors hefur komið í ljós í málinu að verklagsreglur skólans varðandi ráðningu stundakennara hafi ekki verið nægilega skýrar og að þær verði endurskoðaðar á næstu dögum. Vegna þessarar miklu uppgötvunar er vert að rifja upp nokkur söguleg atriði. Í lok árs 2009 stofnuðu stundakennarar við Háskólann með sér félagið Hagstund. Ástæðan var sár óánægja með kjör hópsins, en jafnframt var ætlunin að þrýsta á um hvers kyns umbætur varðandi réttindamál. Næstu misserin sendi félagið stjórnendum Háskólans ýmis erindi og átti marga fundi með stjórnsýslunni. Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á var að bæta þyrfti ráðningamálin – þar sem ekki væri hægt að tala um eiginlegan ráðningarsamning, engin tilraun væri gerð til að skilgreina réttindi og skyldur stundakennara og að mikið misræmi væri milli einstakra deilda skólans í þessum efnum. Kvartað til Umboðsmanns Þótt Háskólinn segðist sýna umkvörtunum félagsins mikinn skilning bólaði ekkert á úrbótum og fór svo að lokum að Hagstund kvartaði til Umboðsmanns Alþingis á árinu 2012. Umboðsmaður sendi HÍ í kjölfarið ítarlegar spurningar um hvernig ráðningarmálum stundakennara væri háttað. Í svari skólans í september á síðasta ári, sem undirritað var af rektor, kom glögglega í ljós í hvílíkum ólestri málin væru og vinnubrögð mismunandi milli deilda. Í júní í fyrra sendu Hagstund, BHM og Félag háskólakennara sameiginlegt erindi til Háskólans þar sem óskað var eftir stofnun samráðsnefndar um málefni stundakennara og réttindi þeirra. Ellefu mánuðum síðar, að undangengnum áréttingum, meðal annars með opnu bréfi í Fréttablaðinu og að lokum fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um gang mála, barst svar Háskólans. Það var á þá leið að skólinn væri í sjálfu sér hlynntur því að myndaður yrði starfshópur en að réttast væri að fjármálaráðuneytið stæði fyrir slíku. Það er því kátlegt að fylgjast nú með undrun stjórnenda HÍ yfir því að ráðningamál stundakennara við stofnunina séu í molum. Erfitt er að hafa samúð með Háskólanum í þessu máli, enda hefur hann meðvitað ýtt því á undan sér. Vonandi verður uppákoma liðinna daga þó til þess að stofnuninni skiljist loksins að það er allra hagur að skýra með fullnægjandi hætti réttindi og skyldur stundakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2. september baðst rektor Háskóla Íslands afsökunar á þeim óþægindum sem afturkölluð ráðning stundakennara við skólann kynni að hafa valdið. Að sögn rektors hefur komið í ljós í málinu að verklagsreglur skólans varðandi ráðningu stundakennara hafi ekki verið nægilega skýrar og að þær verði endurskoðaðar á næstu dögum. Vegna þessarar miklu uppgötvunar er vert að rifja upp nokkur söguleg atriði. Í lok árs 2009 stofnuðu stundakennarar við Háskólann með sér félagið Hagstund. Ástæðan var sár óánægja með kjör hópsins, en jafnframt var ætlunin að þrýsta á um hvers kyns umbætur varðandi réttindamál. Næstu misserin sendi félagið stjórnendum Háskólans ýmis erindi og átti marga fundi með stjórnsýslunni. Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á var að bæta þyrfti ráðningamálin – þar sem ekki væri hægt að tala um eiginlegan ráðningarsamning, engin tilraun væri gerð til að skilgreina réttindi og skyldur stundakennara og að mikið misræmi væri milli einstakra deilda skólans í þessum efnum. Kvartað til Umboðsmanns Þótt Háskólinn segðist sýna umkvörtunum félagsins mikinn skilning bólaði ekkert á úrbótum og fór svo að lokum að Hagstund kvartaði til Umboðsmanns Alþingis á árinu 2012. Umboðsmaður sendi HÍ í kjölfarið ítarlegar spurningar um hvernig ráðningarmálum stundakennara væri háttað. Í svari skólans í september á síðasta ári, sem undirritað var af rektor, kom glögglega í ljós í hvílíkum ólestri málin væru og vinnubrögð mismunandi milli deilda. Í júní í fyrra sendu Hagstund, BHM og Félag háskólakennara sameiginlegt erindi til Háskólans þar sem óskað var eftir stofnun samráðsnefndar um málefni stundakennara og réttindi þeirra. Ellefu mánuðum síðar, að undangengnum áréttingum, meðal annars með opnu bréfi í Fréttablaðinu og að lokum fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um gang mála, barst svar Háskólans. Það var á þá leið að skólinn væri í sjálfu sér hlynntur því að myndaður yrði starfshópur en að réttast væri að fjármálaráðuneytið stæði fyrir slíku. Það er því kátlegt að fylgjast nú með undrun stjórnenda HÍ yfir því að ráðningamál stundakennara við stofnunina séu í molum. Erfitt er að hafa samúð með Háskólanum í þessu máli, enda hefur hann meðvitað ýtt því á undan sér. Vonandi verður uppákoma liðinna daga þó til þess að stofnuninni skiljist loksins að það er allra hagur að skýra með fullnægjandi hætti réttindi og skyldur stundakennara.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun