Bylting í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Undanfarin misseri hefur átt sér stað hljóðlát bylting í Reykjavík. Þetta er grasrótarbylting því það eru íbúarnir sjálfir sem standa fyrir henni. Hún felst í því að æ fleiri borgarbúar hafa sett á sig hlaupaskó og gönguskó og skokka um borgina. Reiðhjólafólki fjölgar að sama skapi með ævintýralegum hætti. Eftir vinnu á virkum dögum og um helgar er svo mikill fjöldi að hlaupa, ganga og hjóla á stígum borgarinnar, til að mynda á Ægisíðu og í Fossvogsdal, að það liggur við „umferðaröngþveiti“. Samt hefur stígakerfið verið tvöfaldað á þeim slóðum. En einmitt það hefur leitt til þess að þangað leita æ fleiri. Tölurnar tala sínu máli. Það kom fram í fréttum um daginn að fjöldi hjólreiðamanna í borginni hefur þrefaldast á fjórum árum. Að einhverju leyti gerist þetta af sjálfu sér því hjólreiðar eru í tísku vestan hafs og austan. En reynslan sýnir samt að það skiptir mjög miklu máli að borgaryfirvöld setji fram og framfylgi metnaðarfullri hjólreiðastefnu, eins og gert hefur verið í Reykjavík. Búið er leggja eins konar hjólahraðbraut meðfram Suðurlandsbraut, göngu og hjólabrú yfir Elliðaárósa er langt komin og verið er að leggja varanlega hjólastíga í Borgartúni, við Hverfisgötu, Frakkastíg og Sæmundargötu. Reykjavík hefur alla burði til að vera frábær hjólaborg, rétt eins og hún er frábær útivistarborg yfirleitt. Sama er að segja um borgarhlaupin. Þau eru í tísku. 214 hlauparar frá tíu löndum tóku þátt í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984. Í fyrra voru þátttakendur 60 sinnum fleiri, eða 13.410. Það hefur heldur ekki gerst alveg af sjálfu sér. Íþróttafélög, Íþróttabandalag Reykjavíkur og fjöldi sjálfboðaliða hafa unnið markvisst að því árum saman, í góðri samvinnu við borgaryfirvöld, að gera Reykjavík að alvöru hlaupaborg. Sérfræðingar um lýðheilsu beina nú athygli sinni að skipulagi borganna. Hinn mikli áhugi á borgarhlaupum og hjólreiðum er áreiðanlega eitt af því besta sem gerst hefur í Reykjavík og öðrum borgum heimsins undanfarin misseri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur átt sér stað hljóðlát bylting í Reykjavík. Þetta er grasrótarbylting því það eru íbúarnir sjálfir sem standa fyrir henni. Hún felst í því að æ fleiri borgarbúar hafa sett á sig hlaupaskó og gönguskó og skokka um borgina. Reiðhjólafólki fjölgar að sama skapi með ævintýralegum hætti. Eftir vinnu á virkum dögum og um helgar er svo mikill fjöldi að hlaupa, ganga og hjóla á stígum borgarinnar, til að mynda á Ægisíðu og í Fossvogsdal, að það liggur við „umferðaröngþveiti“. Samt hefur stígakerfið verið tvöfaldað á þeim slóðum. En einmitt það hefur leitt til þess að þangað leita æ fleiri. Tölurnar tala sínu máli. Það kom fram í fréttum um daginn að fjöldi hjólreiðamanna í borginni hefur þrefaldast á fjórum árum. Að einhverju leyti gerist þetta af sjálfu sér því hjólreiðar eru í tísku vestan hafs og austan. En reynslan sýnir samt að það skiptir mjög miklu máli að borgaryfirvöld setji fram og framfylgi metnaðarfullri hjólreiðastefnu, eins og gert hefur verið í Reykjavík. Búið er leggja eins konar hjólahraðbraut meðfram Suðurlandsbraut, göngu og hjólabrú yfir Elliðaárósa er langt komin og verið er að leggja varanlega hjólastíga í Borgartúni, við Hverfisgötu, Frakkastíg og Sæmundargötu. Reykjavík hefur alla burði til að vera frábær hjólaborg, rétt eins og hún er frábær útivistarborg yfirleitt. Sama er að segja um borgarhlaupin. Þau eru í tísku. 214 hlauparar frá tíu löndum tóku þátt í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984. Í fyrra voru þátttakendur 60 sinnum fleiri, eða 13.410. Það hefur heldur ekki gerst alveg af sjálfu sér. Íþróttafélög, Íþróttabandalag Reykjavíkur og fjöldi sjálfboðaliða hafa unnið markvisst að því árum saman, í góðri samvinnu við borgaryfirvöld, að gera Reykjavík að alvöru hlaupaborg. Sérfræðingar um lýðheilsu beina nú athygli sinni að skipulagi borganna. Hinn mikli áhugi á borgarhlaupum og hjólreiðum er áreiðanlega eitt af því besta sem gerst hefur í Reykjavík og öðrum borgum heimsins undanfarin misseri.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun