Fyrir börnin Oddný G. Harðardóttir skrifar 16. júlí 2013 06:00 Ríkisstjórninni nýju virðist vera mikið í mun að afturkalla ákvarðanir þeirrar fyrri. Byrjað var á að draga til baka hækkun á neysluskatti á hótelþjónustu og gefa útgerðinni afslátt á veiðigjaldi. Þegar ráðherrar ræða um niðurskurð á móti tekjutapinu eru helst nefndar ýmsar af síðustu ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar.Barnabætur Eitt af forgangsmálunum í fjárlögum fyrir árið 2013 var að hækka barnabætur um 30%. Reiknireglu um tekjur og barnafjölda var breytt þannig að mun fleiri njóta bótanna en áður var. Allar greiningar á greiðsluvanda heimila hafa leitt í ljós að hann er mestur hjá barnafjölskyldum. Bæði barnafjölskyldum sem eru skuldugar vegna húsnæðiskaupa og einnig þeim sem hafa ekki keypt sér húsnæði. Besta leiðin til að mæta þessum vanda með almennum hætti er að hækka barnabæturnar. Þær þyrfti að hækka enn frekar á næstu árum. Það er því afar mikilvægt að barnabæturnar verði ekki skertar frá því sem nú er og sett verði í forgang að finna leiðir til að hækka þær á næstu árum.Fæðingarorlof Í síðustu fjárlögum voru einnig stigin skref til að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og samþykkt áætlun um að lengja það í 12 mánuði í áföngum. Markmiðið er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Með lengingu fæðingarorlofs eru aðstæður barnafjölskyldna bættar. Skyldi þessum áætlunum verða breytt til að bæta upp tekjutap ríkissjóðs vegna veiðigjalda?Tannlækningar barna Ein af slæmum aukaverkunum þess þegar barnafjölskyldur ná ekki endum saman er að þær spara tannlækningar við fjölskylduna. Tímamótasamningur um fríar tannlækningar barna var eitt af síðustu verkum fyrri ríkisstjórnar. Þar fara saman bætt tannheilsa barna og bætt kjör heimila. Það var forgangsmál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að bæta hag barna um leið og færi gafst. Í þá átt voru tekin ákveðin skref sem nýja ríkisstjórnin og hagræðingarhópur hennar skipta vonandi ekki út fyrir afslátt á veiðigjaldi og undanþágur fyrir erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórninni nýju virðist vera mikið í mun að afturkalla ákvarðanir þeirrar fyrri. Byrjað var á að draga til baka hækkun á neysluskatti á hótelþjónustu og gefa útgerðinni afslátt á veiðigjaldi. Þegar ráðherrar ræða um niðurskurð á móti tekjutapinu eru helst nefndar ýmsar af síðustu ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar.Barnabætur Eitt af forgangsmálunum í fjárlögum fyrir árið 2013 var að hækka barnabætur um 30%. Reiknireglu um tekjur og barnafjölda var breytt þannig að mun fleiri njóta bótanna en áður var. Allar greiningar á greiðsluvanda heimila hafa leitt í ljós að hann er mestur hjá barnafjölskyldum. Bæði barnafjölskyldum sem eru skuldugar vegna húsnæðiskaupa og einnig þeim sem hafa ekki keypt sér húsnæði. Besta leiðin til að mæta þessum vanda með almennum hætti er að hækka barnabæturnar. Þær þyrfti að hækka enn frekar á næstu árum. Það er því afar mikilvægt að barnabæturnar verði ekki skertar frá því sem nú er og sett verði í forgang að finna leiðir til að hækka þær á næstu árum.Fæðingarorlof Í síðustu fjárlögum voru einnig stigin skref til að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og samþykkt áætlun um að lengja það í 12 mánuði í áföngum. Markmiðið er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Með lengingu fæðingarorlofs eru aðstæður barnafjölskyldna bættar. Skyldi þessum áætlunum verða breytt til að bæta upp tekjutap ríkissjóðs vegna veiðigjalda?Tannlækningar barna Ein af slæmum aukaverkunum þess þegar barnafjölskyldur ná ekki endum saman er að þær spara tannlækningar við fjölskylduna. Tímamótasamningur um fríar tannlækningar barna var eitt af síðustu verkum fyrri ríkisstjórnar. Þar fara saman bætt tannheilsa barna og bætt kjör heimila. Það var forgangsmál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að bæta hag barna um leið og færi gafst. Í þá átt voru tekin ákveðin skref sem nýja ríkisstjórnin og hagræðingarhópur hennar skipta vonandi ekki út fyrir afslátt á veiðigjaldi og undanþágur fyrir erlenda ferðamenn.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar