Meira fyrir minni peninga Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2013 06:00 Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun