Meira fyrir minni peninga Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2013 06:00 Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar