Hversdagsþörf hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 4. júlí 2013 07:30 Ég fer reglulega í heimsókn til hælisleitenda, sem dvelja á Fit-hosteli í Reykjanesbæ, sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og einnig kem ég í heimsókn sem prestur innflytjenda ef fólk óskar eftir því. Ég hef sinnt þessum heimsóknum í átta ár. Á þessum árum hef ég hitt marga einstaklinga undir þaki Fit-hostels en það er eitt sem næstum allir sögðu og segja enn. „Hér hef ég ekkert að gera. Ég eyði dögum mínum í tilgangsleysi. Af hverju má ég ekki vinna? Mig langar að verða hluti af mannlegu samfélagi.“ Ég á auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem svona tala. Málefni hælisleitenda innihalda tvær hliðar. Önnur snýr að meðferð hælisumsóknarinnar sjálfrar en hin að lífi hælisleitandans á meðan á biðinni stendur. Þegar kemur að seinni hliðinni, kveða útlendingalögin á um að: „Í reglugerð skal mælt fyrir um réttindi hælisleitenda, þ.m.t.: … b) aðgang að menntun og starfsþjálfun, …“ (47.gr.b). Í raun er ekkert um þessi atriði í reglugerðum og hefur lögunum því ekki verið fylgt hvað þetta varðar.Kvarta ekki bara til að kvarta Ég vona því að aðstæðurnar lagist með nýrri ríkisstjórn, sem þarf fyrst og fremst að hlusta á hælisleitendur sjálfa til að geta bætt stöðu þeirra. Rauði krossinn eða Reykjanesbær koma að sjálfsögðu einnig að málinu og skila áliti um það, en það þarf einnig að heyra viðhorf hælisleitanda. Mér skilst að velferðarráðuneytið sé æðsta yfirvald sem hefur með líf hælisleitenda á biðtímabilinu að gera. Hefur fulltrúi velferðarráðuneytisins hlustað á hælisleitendur til að skilja hversdagsþörf þeirra og líðan? Flestir hælisleitendur kvarta ekki bara til þess að kvarta. Það er ástæða fyrir því að kvarta eða mótmæla. Og að mínu mati eru þeir alls ekki vitlaust fólk og það er jú hægt að tala saman í ró. Þegar misskilningur gerir vart við sig er hægt að leiðrétta hann með alvöru samtali. Ég vil innilega hvetja velferðarráðherra til að koma því í kring að fulltrúi ráðuneytisins heimsæki hælisleitendur í Fit-hosteli og á öðrum stöðum og hlusti á þörf þeirra og óskir í ró og næði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég fer reglulega í heimsókn til hælisleitenda, sem dvelja á Fit-hosteli í Reykjanesbæ, sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og einnig kem ég í heimsókn sem prestur innflytjenda ef fólk óskar eftir því. Ég hef sinnt þessum heimsóknum í átta ár. Á þessum árum hef ég hitt marga einstaklinga undir þaki Fit-hostels en það er eitt sem næstum allir sögðu og segja enn. „Hér hef ég ekkert að gera. Ég eyði dögum mínum í tilgangsleysi. Af hverju má ég ekki vinna? Mig langar að verða hluti af mannlegu samfélagi.“ Ég á auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem svona tala. Málefni hælisleitenda innihalda tvær hliðar. Önnur snýr að meðferð hælisumsóknarinnar sjálfrar en hin að lífi hælisleitandans á meðan á biðinni stendur. Þegar kemur að seinni hliðinni, kveða útlendingalögin á um að: „Í reglugerð skal mælt fyrir um réttindi hælisleitenda, þ.m.t.: … b) aðgang að menntun og starfsþjálfun, …“ (47.gr.b). Í raun er ekkert um þessi atriði í reglugerðum og hefur lögunum því ekki verið fylgt hvað þetta varðar.Kvarta ekki bara til að kvarta Ég vona því að aðstæðurnar lagist með nýrri ríkisstjórn, sem þarf fyrst og fremst að hlusta á hælisleitendur sjálfa til að geta bætt stöðu þeirra. Rauði krossinn eða Reykjanesbær koma að sjálfsögðu einnig að málinu og skila áliti um það, en það þarf einnig að heyra viðhorf hælisleitanda. Mér skilst að velferðarráðuneytið sé æðsta yfirvald sem hefur með líf hælisleitenda á biðtímabilinu að gera. Hefur fulltrúi velferðarráðuneytisins hlustað á hælisleitendur til að skilja hversdagsþörf þeirra og líðan? Flestir hælisleitendur kvarta ekki bara til þess að kvarta. Það er ástæða fyrir því að kvarta eða mótmæla. Og að mínu mati eru þeir alls ekki vitlaust fólk og það er jú hægt að tala saman í ró. Þegar misskilningur gerir vart við sig er hægt að leiðrétta hann með alvöru samtali. Ég vil innilega hvetja velferðarráðherra til að koma því í kring að fulltrúi ráðuneytisins heimsæki hælisleitendur í Fit-hosteli og á öðrum stöðum og hlusti á þörf þeirra og óskir í ró og næði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar