Vestræn samvinna um fríverslun og fjárfestingar Einar Benediktsson skrifar 4. júlí 2013 07:00 Vestræn samvinna, sem svo heitir, varð til af þeirri nauðsyn að lýðfrjálsar þjóðir verðu hendur sínar fyrir yfirgangi Sovétríkjanna eftir 1945. Það var gert með stofnun NATO. Þá var efnt til efnahagslegrar samvinnu með fríverslun sem leiddi til stofnunar Evrópusambandsins. Þessi tvíþætta samvinna, nú stóraukin að þátttöku, hefur verið til hinna mestu heilla. Friður hélst í álfunni og framfarir voru stórstígari en áður þekktist. Þessi stóra mynd hins jákvæða vill því miður gleymast við dægurmálin. En er endurnýjunar vestræns samstarfs þörf með nýju frumkvæði? Samningar hefjast brátt í Washington um svokallaðan Atlantshafssamning um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact). Um er að ræða afar framsækið frumkvæði Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stofnun alhliða, hástaðla svæðis frjálsra viðskipta og annarra efnahagslegra samskipta. Að vísu blæs nú um málið vegna óvinsælda Bandaríkjamanna vegna uppljóstrana Snowdens; vatn á myllu Frakka, sem eru tregir í taumi í fríverslunarmálinu. En væntanlega munu meiri hagsmunir ráða yfir þeim minni. Fyrirsjáanlegt er að viðskipti og atvinna munu aukast mjög innan fríverslunarsvæðisins við brotthvarf tolla og annarra viðskiptahindrana, sem vega þyngra. Atvinnurekendur eru sammála um að mikilla áhrifa sé að vænta af auknum gagnkvæmum fjárfestingum, sem þá þegar eru gríðarlega miklar á báða bóga. Staða dótturfyrirtækja og útibúa mun styrkjast til frekari fjárfestinga vegna samræmingar og stöðugleika í regluverki. Verk er að vinna á hugverkasviðum og hvati verður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þá gæti þetta samstarf tekið til samgangna, þar með flugsins. Verður staða Ameríkuflugs okkar með núverandi samningnum þá trygg?Illmælanlegt Varðandi vöruútflutning þarf væntanlega að gæta sérlega að hagsmunum orkufreks iðnaðar. Við njótum ekki áhuga erlendra fjárfesta vegna gjaldeyrishaftanna. Nú kann að taka tíma að komast úr þeim vanda. Til langframa væri skaðanum greinilega boðið heim ef við værum utan hins fyrirhugaða trygga fjárfestingarsvæðis Atlantshafslandanna, bandamanna varðandi varnir og öryggi. Sú staða er hins vegar ákjósanleg fyrir aðra, sérstaklega Kínverja, sem vilja hlaupa í skarðið til fjárfestinga í landinu og til olíuleitar á Drekasvæðinu. Sagan segir að sá magnaði hreyfikraftur sem fríverslunin er kalli fram ófyrirsjáanlegar framfarir. En þetta er illmælanlegt við gerð reiknilíkana hagfræðinga um ávinning af þátttöku eða tapi utan gátta. Þetta gerði utanríkisráðherra að umræðuefni í RÚV fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Þótt hver hafi sjálfsagt sitt að segja um athugasemdir ráðherrans um áhrif útflutningsverðs á saltfiski ber að þakka að hann hefur brotið ísinn og hafið umræðu um afar mikilvægt mál. Megi fleiri koma fram. Þátttaka Íslands í þessu mikla fyrirhugaða fríverslunarsvæði er háð því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa ýtt því máli til hliðar og sett hlé á aðildarviðræður, sem voru langt komnar. Eigi þær að bíða þjóðaratkvæðis næsta vor verður áhugi á Íslandi og velvild sem nýs aðildarríkis vafalaust farin að dofna. Hér er margs að gæta en þetta eru aðalatriði: Ísland getur ekki búið við eigin gjaldmiðil né lent utangarðs í hinu nýja svæði fríverslunar og fjárfestinga. Sem staðfastur umsækjandi aðildar gætum við nálgast umrædda samninga strax. Á dögunum talaði David Lidington, Evrópumálaráðherra Breta, í hátíðasal Háskóla Íslands. Var það hvatning um að Ísland gangi að fullu í ESB og fylgdu skilningsrík ummæli um sögu okkar og sjálfstæði. Það mátti taka mark á því, fremur en rómantískri ættjarðarást þegar betur færi raunsæi um stöðu smáþjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vestræn samvinna, sem svo heitir, varð til af þeirri nauðsyn að lýðfrjálsar þjóðir verðu hendur sínar fyrir yfirgangi Sovétríkjanna eftir 1945. Það var gert með stofnun NATO. Þá var efnt til efnahagslegrar samvinnu með fríverslun sem leiddi til stofnunar Evrópusambandsins. Þessi tvíþætta samvinna, nú stóraukin að þátttöku, hefur verið til hinna mestu heilla. Friður hélst í álfunni og framfarir voru stórstígari en áður þekktist. Þessi stóra mynd hins jákvæða vill því miður gleymast við dægurmálin. En er endurnýjunar vestræns samstarfs þörf með nýju frumkvæði? Samningar hefjast brátt í Washington um svokallaðan Atlantshafssamning um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact). Um er að ræða afar framsækið frumkvæði Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stofnun alhliða, hástaðla svæðis frjálsra viðskipta og annarra efnahagslegra samskipta. Að vísu blæs nú um málið vegna óvinsælda Bandaríkjamanna vegna uppljóstrana Snowdens; vatn á myllu Frakka, sem eru tregir í taumi í fríverslunarmálinu. En væntanlega munu meiri hagsmunir ráða yfir þeim minni. Fyrirsjáanlegt er að viðskipti og atvinna munu aukast mjög innan fríverslunarsvæðisins við brotthvarf tolla og annarra viðskiptahindrana, sem vega þyngra. Atvinnurekendur eru sammála um að mikilla áhrifa sé að vænta af auknum gagnkvæmum fjárfestingum, sem þá þegar eru gríðarlega miklar á báða bóga. Staða dótturfyrirtækja og útibúa mun styrkjast til frekari fjárfestinga vegna samræmingar og stöðugleika í regluverki. Verk er að vinna á hugverkasviðum og hvati verður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þá gæti þetta samstarf tekið til samgangna, þar með flugsins. Verður staða Ameríkuflugs okkar með núverandi samningnum þá trygg?Illmælanlegt Varðandi vöruútflutning þarf væntanlega að gæta sérlega að hagsmunum orkufreks iðnaðar. Við njótum ekki áhuga erlendra fjárfesta vegna gjaldeyrishaftanna. Nú kann að taka tíma að komast úr þeim vanda. Til langframa væri skaðanum greinilega boðið heim ef við værum utan hins fyrirhugaða trygga fjárfestingarsvæðis Atlantshafslandanna, bandamanna varðandi varnir og öryggi. Sú staða er hins vegar ákjósanleg fyrir aðra, sérstaklega Kínverja, sem vilja hlaupa í skarðið til fjárfestinga í landinu og til olíuleitar á Drekasvæðinu. Sagan segir að sá magnaði hreyfikraftur sem fríverslunin er kalli fram ófyrirsjáanlegar framfarir. En þetta er illmælanlegt við gerð reiknilíkana hagfræðinga um ávinning af þátttöku eða tapi utan gátta. Þetta gerði utanríkisráðherra að umræðuefni í RÚV fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Þótt hver hafi sjálfsagt sitt að segja um athugasemdir ráðherrans um áhrif útflutningsverðs á saltfiski ber að þakka að hann hefur brotið ísinn og hafið umræðu um afar mikilvægt mál. Megi fleiri koma fram. Þátttaka Íslands í þessu mikla fyrirhugaða fríverslunarsvæði er háð því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa ýtt því máli til hliðar og sett hlé á aðildarviðræður, sem voru langt komnar. Eigi þær að bíða þjóðaratkvæðis næsta vor verður áhugi á Íslandi og velvild sem nýs aðildarríkis vafalaust farin að dofna. Hér er margs að gæta en þetta eru aðalatriði: Ísland getur ekki búið við eigin gjaldmiðil né lent utangarðs í hinu nýja svæði fríverslunar og fjárfestinga. Sem staðfastur umsækjandi aðildar gætum við nálgast umrædda samninga strax. Á dögunum talaði David Lidington, Evrópumálaráðherra Breta, í hátíðasal Háskóla Íslands. Var það hvatning um að Ísland gangi að fullu í ESB og fylgdu skilningsrík ummæli um sögu okkar og sjálfstæði. Það mátti taka mark á því, fremur en rómantískri ættjarðarást þegar betur færi raunsæi um stöðu smáþjóðar.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar