Undið ofan af klúðri fortíðar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júní 2013 07:00 Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar