Hve lengi er hægt að bíða og vona? Fanný Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið!
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun