Hve lengi er hægt að bíða og vona? Fanný Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið!
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun