Íslendingar snúa heim Steingrímur J. Sigfússon skrifar 20. apríl 2013 06:00 Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun