Geðheilbrigði til framtíðar Eva Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun