Ranglátur skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. mars 2013 06:00 Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auðlegðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu," segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðarskatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sérstaklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eignunum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. Forstjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn" eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitthvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjármálaráðherrann eigi svar við því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auðlegðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu," segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðarskatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sérstaklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eignunum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. Forstjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn" eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitthvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjármálaráðherrann eigi svar við því?
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun