Ónóg vitund um aðsteðjandi ógn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. mars 2013 06:00 Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar