Norðurslóðir eru framtíð Íslands Össur Skarphéðinsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutningaleiðir milli hafna við Norður-Atlantshaf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjónustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í framleiðslu í kringum 2025. Þau eru hornpunktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsóknum og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norðmönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orkuþríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutningaleiðir milli hafna við Norður-Atlantshaf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjónustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í framleiðslu í kringum 2025. Þau eru hornpunktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsóknum og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norðmönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orkuþríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar