Sprengjur Feneyjanefndar Pawel Bartoszek skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af?
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun