Umhverfismál á kosningavetri Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun