Fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikskólastigið undanfarin misseri. Leikskólakennarar eru vanir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Það er ekkert nýtt. Leikskólakennarar hafa líka alltaf barist með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það ætlum við að halda áfram að gera, því það er það sem heldur okkur saman og gerir okkur að stoltum sérfræðingum á framsæknu skólastigi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla á leikskólastigi hafi bæði verið vanmetin og störfin breyst það mikið að nauðsynlegt sé að leikskólakennarar hafi fimm ára sérfræðimenntun. Viðmiðunarhópar leikskólakennara eru því eðlilega aðrir sérfræðingar. Það er fagleg skylda leikskólakennara að verðmeta sérfræðimenntun sína miðað við breyttar forsendur. Leikskólakennarar eiga eins og kennarar á öðrum skólastigum töluvert í land með að nálgast meðallaun annarra sérfræðinga. Það verður verkefni næstu ára. Nóg um það. Í dag er Dagur leikskólans og þá fögnum við fjölbreytileikanum. Í leikskólanum rúmast ólíkar skoðanir framsækinna kennara sem allir vilja mennta einstaklinga og mæta þeim á þeirra forsendum eftir áhuga og getu. Einstaklingar eru ólíkir og kennsluaðferð sem virkar fyrir einn þarf ekkert endilega að henta öðrum. Þetta vita leikskólakennarar og starfa eftir alla daga. Í leikskólanum býr mikið frelsi. Frelsi til að þróa kennsluaðferðir, frelsi til að nota allan heiminn sem kennslustofu, frelsi til að skapa og hafa áhrif á einstaklinga á jákvæðan hátt til frambúðar. Í því felst mikil ábyrgð sem við verðum að virða og standa undir. Félag leikskólakennara vill sérstaklega óska Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur til hamingju með að hljóta viðurkenningu Kynningarnefndar FL og FSL Orðsporið 2013. Í Margréti og Kristínu endurspeglast fjölbreytileiki leikskólans. Þær hafa hvor á sinn þátt átt mikinn þátt í að upphefja leikskólastigið til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Fögnum fjölbreytileikanum. Leikskólinn er fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikskólastigið undanfarin misseri. Leikskólakennarar eru vanir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Það er ekkert nýtt. Leikskólakennarar hafa líka alltaf barist með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það ætlum við að halda áfram að gera, því það er það sem heldur okkur saman og gerir okkur að stoltum sérfræðingum á framsæknu skólastigi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla á leikskólastigi hafi bæði verið vanmetin og störfin breyst það mikið að nauðsynlegt sé að leikskólakennarar hafi fimm ára sérfræðimenntun. Viðmiðunarhópar leikskólakennara eru því eðlilega aðrir sérfræðingar. Það er fagleg skylda leikskólakennara að verðmeta sérfræðimenntun sína miðað við breyttar forsendur. Leikskólakennarar eiga eins og kennarar á öðrum skólastigum töluvert í land með að nálgast meðallaun annarra sérfræðinga. Það verður verkefni næstu ára. Nóg um það. Í dag er Dagur leikskólans og þá fögnum við fjölbreytileikanum. Í leikskólanum rúmast ólíkar skoðanir framsækinna kennara sem allir vilja mennta einstaklinga og mæta þeim á þeirra forsendum eftir áhuga og getu. Einstaklingar eru ólíkir og kennsluaðferð sem virkar fyrir einn þarf ekkert endilega að henta öðrum. Þetta vita leikskólakennarar og starfa eftir alla daga. Í leikskólanum býr mikið frelsi. Frelsi til að þróa kennsluaðferðir, frelsi til að nota allan heiminn sem kennslustofu, frelsi til að skapa og hafa áhrif á einstaklinga á jákvæðan hátt til frambúðar. Í því felst mikil ábyrgð sem við verðum að virða og standa undir. Félag leikskólakennara vill sérstaklega óska Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur til hamingju með að hljóta viðurkenningu Kynningarnefndar FL og FSL Orðsporið 2013. Í Margréti og Kristínu endurspeglast fjölbreytileiki leikskólans. Þær hafa hvor á sinn þátt átt mikinn þátt í að upphefja leikskólastigið til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Fögnum fjölbreytileikanum. Leikskólinn er fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun