Er óhróður DV falur? Ólafur Hauksson skrifar 4. janúar 2013 08:00 DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál.
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar