Schumacher í skíðaslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2013 12:45 Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Nordicphotos/Getty Franskir fjölmiðlar greina frá því að ökuþórinn Michael Schumacher hafi slasast í skíðaslysi þar í landi. Samkvæmt fjölmiðlinum Europe 1 var þýski heimsmeistarinn fyrrverandi fluttur á sjúkrahús vegna höfuðmeiðsla. Slysið átti sér stað á fjallasvæðinu Meribel í frönsku ölpunum þar sem Þjóðverjinn 44 ára gamli var á skíðum. Schumacher var með hjálm og við meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann hafi líklegast fengið heilahristing. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Schumacher lendir í slysi. Hann lenti í 17 árekstrum á ferli sínum í Formúlu 1 og í kappakstri á Silverstone árið 1999 fótleggsbrotnaði hann. Sá þýski lenti enn fremur í mótorhjólaslysi á Spáni árið 2009 og hefur verið slæmur í hálsi síðan. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Frakkland Þýskaland Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá því að ökuþórinn Michael Schumacher hafi slasast í skíðaslysi þar í landi. Samkvæmt fjölmiðlinum Europe 1 var þýski heimsmeistarinn fyrrverandi fluttur á sjúkrahús vegna höfuðmeiðsla. Slysið átti sér stað á fjallasvæðinu Meribel í frönsku ölpunum þar sem Þjóðverjinn 44 ára gamli var á skíðum. Schumacher var með hjálm og við meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann hafi líklegast fengið heilahristing. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Schumacher lendir í slysi. Hann lenti í 17 árekstrum á ferli sínum í Formúlu 1 og í kappakstri á Silverstone árið 1999 fótleggsbrotnaði hann. Sá þýski lenti enn fremur í mótorhjólaslysi á Spáni árið 2009 og hefur verið slæmur í hálsi síðan.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Frakkland Þýskaland Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira