Körfubolti

Jordan slær milljarð af villunni sinni | Myndir

Það leynir sér ekki hver á heima þarna.
Það leynir sér ekki hver á heima þarna.
Körfuboltagoðið Michael Jordan kann að gera vel við sig. Hann var kóngurinn í Chicago og bjó líka eins og kóngur. Nú er hægt að kaupa glæsivillu hans í borginni.

Jordan setti villuna sína á sölu fyrir 17 mánuðum. Þá var verðmiðinn 3,6 milljarðar króna. Sá verðmiði hefur einhverra hluta vegna verið að standa í fólki og því er Jordan búinn að lækka verðið.

Hann lækkaði það um heilan milljarð og villan fæst því núna á 2,6 milljarða króna.

Jordan eyðir mestum tíma í dag í Charlotte þar sem hann er eigandi NBA-liðsins Charlotte Bobcats.

Það er allt í þessu húsi. Körfuboltasalur, lyftingarsalur, tennisvöllur og smá golfsvæði meðal annars.

Dýrðina má sjá á myndunum hér efst í fréttinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×