Körfubolti

Chris Paul verður áfram hjá Clippers

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Undir forystu Chris Paul getur Clippers náð lengra en nokkru sinni áður
Undir forystu Chris Paul getur Clippers náð lengra en nokkru sinni áður MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Umboðsmaður Chris Paul hefur tilkynnt liðum í NBA deildinni í körfubolta að Chris Paul muni ekki ræða við nein félög heldur semja að nýju við Los Angeles Clippers. Liðin mega byrja að ræða við leikmenn á morgun 1. júlí og skrifa undir samninga 10. júlí.

Það kemur fáum á óvart að Chris Paul hyggist leika áfram í Los Angeles eftir að Clippers nældi í þjálfarann Doc Rivers á dögunum frá Boston Celtics.

Paul barðist fyrir því að Clippers næði í Rivers en hann hafði einna helst verið orðaður við Atlanta Hawks í sumar þar sem talið var að hann og Dwight Howard höfðu áhuga á að leika saman í Atlanta.

Chris Paul hefur gjörbreytt liðið Los Angeles Clippers til hins betra og ljóst að með tilkomu Doc Rivers vantar ekki mikið í að liðið geti gert atlögu að sínum fyrsta NBA meistaratitli.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×