Hækkið laun táknmálstúlka Magnús Sverrisson skrifar 28. desember 2012 08:00 Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun