Hækkið laun táknmálstúlka Magnús Sverrisson skrifar 28. desember 2012 08:00 Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun