Göran Persson: Ljúkið viðræðunum við ESB Össur Skarphéðinsson skrifar 5. desember 2012 06:00 Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun