Göran Persson: Ljúkið viðræðunum við ESB Össur Skarphéðinsson skrifar 5. desember 2012 06:00 Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun