Miklar framfarir frá fyrri plötunni Trausti Júlíusson skrifar 1. desember 2012 06:00 Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra. Gagnrýni Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra.
Gagnrýni Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira