Miklar framfarir frá fyrri plötunni Trausti Júlíusson skrifar 1. desember 2012 06:00 Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra. Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra.
Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira