Grín eða einelti? Toshiki Toma skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur „Tong Monitor“, mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim. Auglýsingin vakti athygli fólks og margir telja hana vera særandi í garð asísks fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðfélag. Af hverju? Ég vil þó benda á eitt fyrirfram, að þótt “Tong” tali ensku en ekki íslensku skiptir það ekki máli þar sem málið snýst um að taka upp framburð með hreim og grínast með hann. Eftirherma á ensku verður fljótt að eftirhermu á íslensku í huga manns. Í fyrsta lagi er framburður hins íslenska tungumáls fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af vanrækslu við íslenskunámið heldur er framburðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af því að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala. Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með „Tong Monitor“ er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim. Í öðru lagi, þá eru í áhorfendahópi Stöðvar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd? Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: „Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir íslenskunni þeirra.“ Þetta er vondur boðskapur. Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver siðferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðlum þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asískum uppruna svarað fyrir „hið opinbera grín“ Stöðvar 2? Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur „Tong Monitor“, mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim. Auglýsingin vakti athygli fólks og margir telja hana vera særandi í garð asísks fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðfélag. Af hverju? Ég vil þó benda á eitt fyrirfram, að þótt “Tong” tali ensku en ekki íslensku skiptir það ekki máli þar sem málið snýst um að taka upp framburð með hreim og grínast með hann. Eftirherma á ensku verður fljótt að eftirhermu á íslensku í huga manns. Í fyrsta lagi er framburður hins íslenska tungumáls fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af vanrækslu við íslenskunámið heldur er framburðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af því að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala. Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með „Tong Monitor“ er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim. Í öðru lagi, þá eru í áhorfendahópi Stöðvar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd? Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: „Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir íslenskunni þeirra.“ Þetta er vondur boðskapur. Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver siðferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðlum þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asískum uppruna svarað fyrir „hið opinbera grín“ Stöðvar 2? Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun