Grín eða einelti? Toshiki Toma skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur „Tong Monitor“, mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim. Auglýsingin vakti athygli fólks og margir telja hana vera særandi í garð asísks fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðfélag. Af hverju? Ég vil þó benda á eitt fyrirfram, að þótt “Tong” tali ensku en ekki íslensku skiptir það ekki máli þar sem málið snýst um að taka upp framburð með hreim og grínast með hann. Eftirherma á ensku verður fljótt að eftirhermu á íslensku í huga manns. Í fyrsta lagi er framburður hins íslenska tungumáls fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af vanrækslu við íslenskunámið heldur er framburðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af því að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala. Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með „Tong Monitor“ er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim. Í öðru lagi, þá eru í áhorfendahópi Stöðvar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd? Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: „Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir íslenskunni þeirra.“ Þetta er vondur boðskapur. Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver siðferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðlum þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asískum uppruna svarað fyrir „hið opinbera grín“ Stöðvar 2? Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur „Tong Monitor“, mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim. Auglýsingin vakti athygli fólks og margir telja hana vera særandi í garð asísks fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðfélag. Af hverju? Ég vil þó benda á eitt fyrirfram, að þótt “Tong” tali ensku en ekki íslensku skiptir það ekki máli þar sem málið snýst um að taka upp framburð með hreim og grínast með hann. Eftirherma á ensku verður fljótt að eftirhermu á íslensku í huga manns. Í fyrsta lagi er framburður hins íslenska tungumáls fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af vanrækslu við íslenskunámið heldur er framburðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af því að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala. Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með „Tong Monitor“ er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim. Í öðru lagi, þá eru í áhorfendahópi Stöðvar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd? Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: „Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir íslenskunni þeirra.“ Þetta er vondur boðskapur. Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver siðferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðlum þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asískum uppruna svarað fyrir „hið opinbera grín“ Stöðvar 2? Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun