Sigríðarólánið Jóhann Hauksson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Sigríður Andersen, sem situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýjar að því í grein í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi narrað fjölda fólks til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Sigríður segir að í lok árs 2007 hafi viðskiptabankarnir verið nær hættir að lána til íbúðakaupa vegna aðsteðjandi þrenginga. „Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir,“ segir greinarhöfundur. Ég vil kurteislega benda Sigríði á að Landsdómur sakfelldi þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, á þessu ári fyrir að halda ekki fundi með ríkisstjórninni til að ræða alvarlega stöðu sem við blasti þegar í febrúar árið 2008. Hann ræddi málin áreiðanlega ekki við Jóhönnu sem tók við af honum á stóli forsætisráðherra og hefur haft forystu æ síðan um að endurreisa efnahagslífið. Hún hefur einnig haft forgöngu um bætt verklag á vettvangi ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja að mikilvæg málefni ríkisins hafni ekki í höndum innvígðra og innmúraðra. Áður en Sigríður reynir aftur að koma höggi á Jóhönnu ætti hún að lesa fréttatilkynningu forsætisráðuneytis Geirs H. Haarde dagsetta í júní 2008: „Mjög hefur hægt á veltu á fasteignamarkaði á yfirstandandi ári. Fasteignamarkaðurinn er mikilvægur hluti af hagkerfinu og veruleg kólnun hans myndi magna efnahagssamdrátt almennt og koma niður á íbúðarkaupendum og íbúðareigendum,“ segir þar. Aðgerðirnar á miðju árinu 2008 voru eins konar neyðarráðstöfun. Þær voru ræddar í ríkisstjórn að frumkvæði þáverandi forsætisráðherra og Seðlabankinn lagði blessun sína yfir þær. Þær fólust m.a. í nýjum lánaflokkum Íbúðalánasjóðs til að koma í veg fyrir að fasteignamarkaðurinn botnfrysi. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 18 í 20 milljónir króna. Áður hafði Jóhanna beitt sér fyrir því að lækka 90% lánshlutfall frá stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niður í 80%. Ógöngurnar nú má frekar rekja til þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur afnámu félagslega íbúðakerfið og húsbréfakerfið og settu íbúðalán á frjálsan markað. Það er ólán Sigríðar að hafa ekki kynnt sér málið betur áður en hún reiddi til höggs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sigríður Andersen, sem situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýjar að því í grein í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi narrað fjölda fólks til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Sigríður segir að í lok árs 2007 hafi viðskiptabankarnir verið nær hættir að lána til íbúðakaupa vegna aðsteðjandi þrenginga. „Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir,“ segir greinarhöfundur. Ég vil kurteislega benda Sigríði á að Landsdómur sakfelldi þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, á þessu ári fyrir að halda ekki fundi með ríkisstjórninni til að ræða alvarlega stöðu sem við blasti þegar í febrúar árið 2008. Hann ræddi málin áreiðanlega ekki við Jóhönnu sem tók við af honum á stóli forsætisráðherra og hefur haft forystu æ síðan um að endurreisa efnahagslífið. Hún hefur einnig haft forgöngu um bætt verklag á vettvangi ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja að mikilvæg málefni ríkisins hafni ekki í höndum innvígðra og innmúraðra. Áður en Sigríður reynir aftur að koma höggi á Jóhönnu ætti hún að lesa fréttatilkynningu forsætisráðuneytis Geirs H. Haarde dagsetta í júní 2008: „Mjög hefur hægt á veltu á fasteignamarkaði á yfirstandandi ári. Fasteignamarkaðurinn er mikilvægur hluti af hagkerfinu og veruleg kólnun hans myndi magna efnahagssamdrátt almennt og koma niður á íbúðarkaupendum og íbúðareigendum,“ segir þar. Aðgerðirnar á miðju árinu 2008 voru eins konar neyðarráðstöfun. Þær voru ræddar í ríkisstjórn að frumkvæði þáverandi forsætisráðherra og Seðlabankinn lagði blessun sína yfir þær. Þær fólust m.a. í nýjum lánaflokkum Íbúðalánasjóðs til að koma í veg fyrir að fasteignamarkaðurinn botnfrysi. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 18 í 20 milljónir króna. Áður hafði Jóhanna beitt sér fyrir því að lækka 90% lánshlutfall frá stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niður í 80%. Ógöngurnar nú má frekar rekja til þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur afnámu félagslega íbúðakerfið og húsbréfakerfið og settu íbúðalán á frjálsan markað. Það er ólán Sigríðar að hafa ekki kynnt sér málið betur áður en hún reiddi til höggs.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun