Nashyrningar í krossaprófi Pawel Bartoszek skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun