Framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi Teitur Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Íslenska heilbrigðiskerfið er í vanda statt og í mörg horn er að líta. Undanfarið hafa ítrekað birst fréttir af tækjabúnaði sem er úreltur og úr sér genginn, landflótti lækna og starfsánægja þeirra er einnig til umfjöllunar og áhyggjur af mönnun í framtíðinni bæði á sjúkrahúsum og í heilsugæslu hefur litað umræðuna. Mikið er fjallað um nýjan Landspítala og nauðsyn eða ónauðsyn hans og svona mætti lengi telja. Stéttarígur og hagsmunapot koma svo ofan á allt saman til að flækja þessa mynd enn frekar. Niðurskurður og hagræðing af hálfu stjórnvalda gera svo þann sem er leikmaður eða notandi heilbrigðisþjónustunnar, en einnig heilbrigðisstarfsmenn, ringlaða vegna stöðugra breytinga, til dæmis í greiðsluþátttöku lyfja og sjúkrakostnaðar. Þá einnig vegna þess umhverfis sem heilbrigðisstarfsmenn starfa í og þess öryggisleysis sem tengist fjárlagafrumvarpi hvers árs, en það lítur dagsins ljós rétt fyrir árslok að jafnaði og leggur á herðar stjórnenda stofnana og fyrirtækja oftsinnis flókin úrlausnarefni. Þeir sem starfa við rekstur vita að stöðugleiki er mikilvægur og einnig sá möguleiki að geta markað stefnu og framtíðarsýn sem hægt er að vinna markvisst að. Það er þó ekki einfalt þegar skórinn kreppir og peningarnir eru ekki til. Þegar horft er til baka virðist þó ekki skipta máli hvort það er góðæri eða hallæri, við virðumst ekki horfa nægilega langt og skýrt fram á við og má nefna tækjakaup á Landspítala sem er bara eitt af mörgum dæmum hér um. Við höfum haft fjóra ráðherra á fjórum árum sem stýra málaflokknum, fengið erlenda sérfræðinga hingað, sett á laggirnar nefndir, mótað stefnu og þannig mætti halda áfram, en hvar stöndum við nú tæpum fjórum árum eftir hrun og hvert erum við að fara? Hvert viljum við fara? Hver eru brýnustu vandamálin og hvernig leysum við þau? Þetta eru auðvitað stórar spurningar og svörin ekki einföld. Ég ætla að leggja mig fram um að útlista nokkrar hugmyndir til framtíðar sem umræðugrundvöll í þessari stuttu grein en þetta er ekki tæmandi yfirlit yfir það sem þarf að skoða og líklega mjög viðkvæmt fyrir suma. En framtíðarskipan heilbrigðismála verður að snúast um þann sem notar þjónustuna ekki síður en þann sem hana veitir. Það er ljóst að mönnun heilbrigðisþjónustunnar er stærsta einstaka vandamálið hérlendis og það sem við eigum að horfa til þegar við skipuleggjum heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Við þurfum að taka sársaukafullar ákvarðanir um það hvar verði veitt þjónusta læknis á landsbyggðinni og hvernig. Eigum við að innleiða aftur héraðsskyldu eða setja ábyrgð ákveðinna svæða í hendur stærri eininga sem geta sent mannskap í styttri tíma í senn? Við eigum að nýta okkur í því efni tækniþróunina og fjarskipti auk þess sem hjúkrunarfræðingar og bráðaliðar myndu sinna frum- og bráðaþjónustu á þeim stöðum með stuðningi læknis í gegnum fjarskiptatækni. Ég sé fyrir mér miðlæga þjónustu lækna sem gæti sinnt miklu af því sem fram fer í dag á stofu í gegnum tölvu og myndsíma, en svipuð módel eru til að mynda þegar í notkun í Ástralíu, sem glímir við svipuð vandamál og við í formi fjarlægða og mönnunar. Þá einnig að tekið yrði upp eitt miðlægt vaktakerfi fyrir allt landið varðandi fyrirspurnir sjúklinga utan hefðbundins vinnutíma, bráðatilvik ættu áfram heima hjá 112 en almenn ráðgjöf lækna og hjúkrunarfræðinga kæmi í gegnum annað númer. Rafrænar tímabókanir á landsvísu og eftirlit með innköllunum auk gæðaeftirlits þjónustu gæti farið fram að vissu leyti á slíkan hátt. Þá þyrfti að vera öflug netgátt sem hefði svipaða virkni fyrir þá sem eru vel tölvufærir þar sem þeir gætu nálgast upplýsingar og átt samskipti. Samtengd rafræn sjúkraskrá og lyfjagagnagrunnur er forsenda þessa og verður að vera algert forgangsatriði. Það eru reyndar blikur á lofti með það núna, en við höfum verið að ræða þetta undanfarinn áratug og það er einfaldlega til skammar fyrir þá sem stjórna heilbrigðiskerfinu hérlendis að ekki skuli vera búið að þessu fyrir löngu síðan. Ekki síst vegna þess að líklega meira en 90% allra þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu hérlendis nota sama tölvukerfið og mörg héruð hafa verið samtengd innbyrðis svo árum skiptir, samanber Austurland, Norðurland og Vesturland. Það þarf að horfa til smæðar landsins og skilgreina og kostnaðargreina hvaða sérfræðilæknaþjónustu við veitum hér og hvað við eigum að sækja til útlanda. Þar koma til erfiðar ákvarðanir m.t.t. tækjakaupa og aðbúnaðar, en hann verður að vera fyrsta flokks fyrir þá sem munu starfa hér. Umfang þjónustunnar á Íslandi er líklega ekki nægjanlegt til að viðhalda sérþekkingu ýmissa sérgreina læknisfræðinnar og það þarf einfaldlega að ræða það opinskátt. Þá þarf að horfast í augu við það að læknar með ákveðna sérmenntun og þekkingu koma ekki til Íslands vegna aðbúnaðar, launa eða rannsóknartækifæra í dag, heldur fyrst og fremst af fjölskylduástæðum. Við höfum notið ómetanlega góðs af því Íslendingar en getum við gert ráð fyrir því áfram? Ég leyfi mér að efast um það. Þá er það augljóslega hamlandi að mínu viti að fyrir lækna er í raun bara einn atvinnuveitandi, sem er ríkið, en það þarf að skoða sérstaklega með tilliti til atvinnumöguleika þeirra hérlendis í framtíðinni. Mögulega liggja sóknarfæri í þessari stöðu en okkur hefur ekki enn tekist að fullvinna þau fram að þessu. Okkur sárvantar lækna með þjálfun í heimilislækningum og almennum lyflækningum, sem eiga að vera í framvarðarsveit heilbrigðiskerfisins. Við þurfum einnig að auka teymisvinnu við hjúkrunarfræðinga enn frekar en nú með því að nýta sérfræðiþekkingu þeirra, en í Bandaríkjunum hafa svokallaðar „Nurse Practitioners“ verið mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu í mörg ár og slíkt fyrirkomulag mætti innleiða hér. Þá er mikilvægt að tengja betur saman sjúkraþjálfun, endurhæfingu og læknisþjónustu á svipuðum nótum og gert hefur verið erlendis, þar sem fyrsti viðkomustaður vegna stoðkerfisvandamála er hjá sjúkraþjálfara en ekki lækni. Af mörgu er að taka og augljóslega ekki hægt að tæpa á öllu í einni grein, sem gefur tilefni til framhaldsgreinar um þessi málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið er í vanda statt og í mörg horn er að líta. Undanfarið hafa ítrekað birst fréttir af tækjabúnaði sem er úreltur og úr sér genginn, landflótti lækna og starfsánægja þeirra er einnig til umfjöllunar og áhyggjur af mönnun í framtíðinni bæði á sjúkrahúsum og í heilsugæslu hefur litað umræðuna. Mikið er fjallað um nýjan Landspítala og nauðsyn eða ónauðsyn hans og svona mætti lengi telja. Stéttarígur og hagsmunapot koma svo ofan á allt saman til að flækja þessa mynd enn frekar. Niðurskurður og hagræðing af hálfu stjórnvalda gera svo þann sem er leikmaður eða notandi heilbrigðisþjónustunnar, en einnig heilbrigðisstarfsmenn, ringlaða vegna stöðugra breytinga, til dæmis í greiðsluþátttöku lyfja og sjúkrakostnaðar. Þá einnig vegna þess umhverfis sem heilbrigðisstarfsmenn starfa í og þess öryggisleysis sem tengist fjárlagafrumvarpi hvers árs, en það lítur dagsins ljós rétt fyrir árslok að jafnaði og leggur á herðar stjórnenda stofnana og fyrirtækja oftsinnis flókin úrlausnarefni. Þeir sem starfa við rekstur vita að stöðugleiki er mikilvægur og einnig sá möguleiki að geta markað stefnu og framtíðarsýn sem hægt er að vinna markvisst að. Það er þó ekki einfalt þegar skórinn kreppir og peningarnir eru ekki til. Þegar horft er til baka virðist þó ekki skipta máli hvort það er góðæri eða hallæri, við virðumst ekki horfa nægilega langt og skýrt fram á við og má nefna tækjakaup á Landspítala sem er bara eitt af mörgum dæmum hér um. Við höfum haft fjóra ráðherra á fjórum árum sem stýra málaflokknum, fengið erlenda sérfræðinga hingað, sett á laggirnar nefndir, mótað stefnu og þannig mætti halda áfram, en hvar stöndum við nú tæpum fjórum árum eftir hrun og hvert erum við að fara? Hvert viljum við fara? Hver eru brýnustu vandamálin og hvernig leysum við þau? Þetta eru auðvitað stórar spurningar og svörin ekki einföld. Ég ætla að leggja mig fram um að útlista nokkrar hugmyndir til framtíðar sem umræðugrundvöll í þessari stuttu grein en þetta er ekki tæmandi yfirlit yfir það sem þarf að skoða og líklega mjög viðkvæmt fyrir suma. En framtíðarskipan heilbrigðismála verður að snúast um þann sem notar þjónustuna ekki síður en þann sem hana veitir. Það er ljóst að mönnun heilbrigðisþjónustunnar er stærsta einstaka vandamálið hérlendis og það sem við eigum að horfa til þegar við skipuleggjum heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Við þurfum að taka sársaukafullar ákvarðanir um það hvar verði veitt þjónusta læknis á landsbyggðinni og hvernig. Eigum við að innleiða aftur héraðsskyldu eða setja ábyrgð ákveðinna svæða í hendur stærri eininga sem geta sent mannskap í styttri tíma í senn? Við eigum að nýta okkur í því efni tækniþróunina og fjarskipti auk þess sem hjúkrunarfræðingar og bráðaliðar myndu sinna frum- og bráðaþjónustu á þeim stöðum með stuðningi læknis í gegnum fjarskiptatækni. Ég sé fyrir mér miðlæga þjónustu lækna sem gæti sinnt miklu af því sem fram fer í dag á stofu í gegnum tölvu og myndsíma, en svipuð módel eru til að mynda þegar í notkun í Ástralíu, sem glímir við svipuð vandamál og við í formi fjarlægða og mönnunar. Þá einnig að tekið yrði upp eitt miðlægt vaktakerfi fyrir allt landið varðandi fyrirspurnir sjúklinga utan hefðbundins vinnutíma, bráðatilvik ættu áfram heima hjá 112 en almenn ráðgjöf lækna og hjúkrunarfræðinga kæmi í gegnum annað númer. Rafrænar tímabókanir á landsvísu og eftirlit með innköllunum auk gæðaeftirlits þjónustu gæti farið fram að vissu leyti á slíkan hátt. Þá þyrfti að vera öflug netgátt sem hefði svipaða virkni fyrir þá sem eru vel tölvufærir þar sem þeir gætu nálgast upplýsingar og átt samskipti. Samtengd rafræn sjúkraskrá og lyfjagagnagrunnur er forsenda þessa og verður að vera algert forgangsatriði. Það eru reyndar blikur á lofti með það núna, en við höfum verið að ræða þetta undanfarinn áratug og það er einfaldlega til skammar fyrir þá sem stjórna heilbrigðiskerfinu hérlendis að ekki skuli vera búið að þessu fyrir löngu síðan. Ekki síst vegna þess að líklega meira en 90% allra þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu hérlendis nota sama tölvukerfið og mörg héruð hafa verið samtengd innbyrðis svo árum skiptir, samanber Austurland, Norðurland og Vesturland. Það þarf að horfa til smæðar landsins og skilgreina og kostnaðargreina hvaða sérfræðilæknaþjónustu við veitum hér og hvað við eigum að sækja til útlanda. Þar koma til erfiðar ákvarðanir m.t.t. tækjakaupa og aðbúnaðar, en hann verður að vera fyrsta flokks fyrir þá sem munu starfa hér. Umfang þjónustunnar á Íslandi er líklega ekki nægjanlegt til að viðhalda sérþekkingu ýmissa sérgreina læknisfræðinnar og það þarf einfaldlega að ræða það opinskátt. Þá þarf að horfast í augu við það að læknar með ákveðna sérmenntun og þekkingu koma ekki til Íslands vegna aðbúnaðar, launa eða rannsóknartækifæra í dag, heldur fyrst og fremst af fjölskylduástæðum. Við höfum notið ómetanlega góðs af því Íslendingar en getum við gert ráð fyrir því áfram? Ég leyfi mér að efast um það. Þá er það augljóslega hamlandi að mínu viti að fyrir lækna er í raun bara einn atvinnuveitandi, sem er ríkið, en það þarf að skoða sérstaklega með tilliti til atvinnumöguleika þeirra hérlendis í framtíðinni. Mögulega liggja sóknarfæri í þessari stöðu en okkur hefur ekki enn tekist að fullvinna þau fram að þessu. Okkur sárvantar lækna með þjálfun í heimilislækningum og almennum lyflækningum, sem eiga að vera í framvarðarsveit heilbrigðiskerfisins. Við þurfum einnig að auka teymisvinnu við hjúkrunarfræðinga enn frekar en nú með því að nýta sérfræðiþekkingu þeirra, en í Bandaríkjunum hafa svokallaðar „Nurse Practitioners“ verið mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu í mörg ár og slíkt fyrirkomulag mætti innleiða hér. Þá er mikilvægt að tengja betur saman sjúkraþjálfun, endurhæfingu og læknisþjónustu á svipuðum nótum og gert hefur verið erlendis, þar sem fyrsti viðkomustaður vegna stoðkerfisvandamála er hjá sjúkraþjálfara en ekki lækni. Af mörgu er að taka og augljóslega ekki hægt að tæpa á öllu í einni grein, sem gefur tilefni til framhaldsgreinar um þessi málefni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun