Varnarsamvinna og Norðurlöndin Einar Benediktsson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að ekki steðjar hætta að landinu af hernaðarógn. Öðru máli gegndi vissulega á árum kalda stríðsins þegar Ísland skipaði sér í varnarsamstarf lýðræðisþjóða í Atlanshafsbandalaginu. Aðildin varð mesta átakamál íslenskra stjórnmála en öfgaöfl á vinstri vængnum með Þjóðviljann sem málgagn börðust af ákefð gegn varnarliðinu og NATO sem tryggði friðinn. Og eitthvað eimir enn eftir af NATO-óvild, ef merkja má ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, í RÚV 30.11. um þátttöku Svía og Finna í loftrýmisgæslunni sem um samdist við brottför Bandaríkjahers héðan 2006. Norðurlandaríkin hafa stigið það spor, þeim og öðrum til gæfu og gagns, að eiga samstarf á sviði varnarmála á tímum umróts í heimsmálum. Upphaf þessa máls var skýrsla nefndar sem Thorvald Stoltenberg stýrði og er sögulegt frumkvæði um nýtt átak Norðurlandaríkjanna. Við brottför Bandaríkjahers frá Keflavík 2006 má heita að öll umræða á Íslandi um öryggismál hafi dottið í dúnalogn og margt tekið að falla í gleymsku. Friður eða alþjóðlegur stöðugleiki eru markmið, sem vinna verður að með þjóðum sem við eigum með hugsjónalega samleið um þjóðfélagslegt frelsi. Ekkert er sjálfgefið varðandi þá ógn, sem að kann að steðja og ræða ber á grundvelli greininga sem Íslendingar sjálfir geta lagt til. Þetta var eitt hlutverk Varnarmálastofnunar sem illu heilli var lögð niður. Raunveruleikinn býður ekki upp á annað en árvekni. Ísland er við norðurskautið, sem er ríkt af ónýttri orku, og þess er skammt að bíða að við verðum í alfaraleið mikilla sjóflutninga. Lega okkar dregur að sér aðra sem hér vilja varanlega aðstöðu og gætu gengið hart fram. Þá eru á ferðinni nýjar ógnir eins og skipulögð glæpastarfsemi, hryðjuverk, umhverfisslys og fjarskipta- eða netárásir. Orkuöryggi má heita lífsskilyrði í einangruðu landi. Í NATO eru Eistlendingar í broddi fylkingar varðandi samvinnu um netöryggi enda orðið fyrir árásum Rússa á því sviði. Árni Þór boðar skýrslu um þjóðaröryggi þar sem vænta má að sú eina sýnilega vernd sem við njótum, loftrýmiseftirlit af hálfu vinaríkja, verði afþökkuð. Hvernig verður samvinnu varðandi norðurskautið háttað? Vonandi sendi skáldið Huang Nabo okkur lokakveðjuna í Der Spiegel fyrir nokkrum dögum. Þá snertir aðild að ESB einnig öryggismál. Þótt Evrópusambandið sé ekki varnarbandalag felst óumdeilanlega öryggi í að vera innan sameiginlegra landamæra þess. Efnahagslegt öryggi Íslands er háð þátttöku í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tryggir ekki það meginmarkmið, hvorki í náinni bráð eða til framtíðar. Það krefst ESB-aðildar sem þjóðinni ber að samþykkja eða hafna þegar fyrir liggur samningur þar um, sem tekur tillit til séraðstæðna okkar. Verða alþingiskosningarnar 2013 örlagatími um stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðun Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að ekki steðjar hætta að landinu af hernaðarógn. Öðru máli gegndi vissulega á árum kalda stríðsins þegar Ísland skipaði sér í varnarsamstarf lýðræðisþjóða í Atlanshafsbandalaginu. Aðildin varð mesta átakamál íslenskra stjórnmála en öfgaöfl á vinstri vængnum með Þjóðviljann sem málgagn börðust af ákefð gegn varnarliðinu og NATO sem tryggði friðinn. Og eitthvað eimir enn eftir af NATO-óvild, ef merkja má ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, í RÚV 30.11. um þátttöku Svía og Finna í loftrýmisgæslunni sem um samdist við brottför Bandaríkjahers héðan 2006. Norðurlandaríkin hafa stigið það spor, þeim og öðrum til gæfu og gagns, að eiga samstarf á sviði varnarmála á tímum umróts í heimsmálum. Upphaf þessa máls var skýrsla nefndar sem Thorvald Stoltenberg stýrði og er sögulegt frumkvæði um nýtt átak Norðurlandaríkjanna. Við brottför Bandaríkjahers frá Keflavík 2006 má heita að öll umræða á Íslandi um öryggismál hafi dottið í dúnalogn og margt tekið að falla í gleymsku. Friður eða alþjóðlegur stöðugleiki eru markmið, sem vinna verður að með þjóðum sem við eigum með hugsjónalega samleið um þjóðfélagslegt frelsi. Ekkert er sjálfgefið varðandi þá ógn, sem að kann að steðja og ræða ber á grundvelli greininga sem Íslendingar sjálfir geta lagt til. Þetta var eitt hlutverk Varnarmálastofnunar sem illu heilli var lögð niður. Raunveruleikinn býður ekki upp á annað en árvekni. Ísland er við norðurskautið, sem er ríkt af ónýttri orku, og þess er skammt að bíða að við verðum í alfaraleið mikilla sjóflutninga. Lega okkar dregur að sér aðra sem hér vilja varanlega aðstöðu og gætu gengið hart fram. Þá eru á ferðinni nýjar ógnir eins og skipulögð glæpastarfsemi, hryðjuverk, umhverfisslys og fjarskipta- eða netárásir. Orkuöryggi má heita lífsskilyrði í einangruðu landi. Í NATO eru Eistlendingar í broddi fylkingar varðandi samvinnu um netöryggi enda orðið fyrir árásum Rússa á því sviði. Árni Þór boðar skýrslu um þjóðaröryggi þar sem vænta má að sú eina sýnilega vernd sem við njótum, loftrýmiseftirlit af hálfu vinaríkja, verði afþökkuð. Hvernig verður samvinnu varðandi norðurskautið háttað? Vonandi sendi skáldið Huang Nabo okkur lokakveðjuna í Der Spiegel fyrir nokkrum dögum. Þá snertir aðild að ESB einnig öryggismál. Þótt Evrópusambandið sé ekki varnarbandalag felst óumdeilanlega öryggi í að vera innan sameiginlegra landamæra þess. Efnahagslegt öryggi Íslands er háð þátttöku í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tryggir ekki það meginmarkmið, hvorki í náinni bráð eða til framtíðar. Það krefst ESB-aðildar sem þjóðinni ber að samþykkja eða hafna þegar fyrir liggur samningur þar um, sem tekur tillit til séraðstæðna okkar. Verða alþingiskosningarnar 2013 örlagatími um stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum?
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun