Betri bankar Már Wolfgang Mixa skrifar 31. október 2012 08:00 Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp. Huginn segir að sparifjáreigendur séu með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi enda gæti stofnun að einhverju leyti fjármögnuð með innlánum hæglega tapað meira fé en þeim innstæðum sem eru fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur vandi sig betur við lánveitingar til fjármálastofnana ef innstæðueigendur njóta forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur slíkt til kynna. Miðað við hið litla hlutfall sparifjár Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg forgangsröðun þeirra hefði haft þegar lánveitingar til banka áttu sér stað. Að lokum segir hann að sparifjáreigendur verði að vanda val sitt á fjármálastofnunum. Hér er skautað fram hjá því hversu langsótt það er að sparifjáreigendur hafi nauðsynlega þekkingu til að vega og meta hversu stöndugir bankar eru hverju sinni. Slæm staða íslensku bankanna var flestum starfsmönnum þeirra hulin fram að 8. október 2008. Það sem meira er, einungis orðrómur um slæma afkomu banka gæti valdið áhlaupi, eins og gerðist í bankahruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir samdægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausafjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Að mati Hugins er erfitt að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi en hugmyndir hans geti hugsanlega leyst þau vandamál. Það er rangt í báðum tilvikum. Betri kostur er að bankar borgi árlegt tryggingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af innstæðum vegna þeirra trygginga sem viðskiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueigenda, og aðskilja starfsemi þeirra frá fjárfestingarbönkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp. Huginn segir að sparifjáreigendur séu með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi enda gæti stofnun að einhverju leyti fjármögnuð með innlánum hæglega tapað meira fé en þeim innstæðum sem eru fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur vandi sig betur við lánveitingar til fjármálastofnana ef innstæðueigendur njóta forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur slíkt til kynna. Miðað við hið litla hlutfall sparifjár Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg forgangsröðun þeirra hefði haft þegar lánveitingar til banka áttu sér stað. Að lokum segir hann að sparifjáreigendur verði að vanda val sitt á fjármálastofnunum. Hér er skautað fram hjá því hversu langsótt það er að sparifjáreigendur hafi nauðsynlega þekkingu til að vega og meta hversu stöndugir bankar eru hverju sinni. Slæm staða íslensku bankanna var flestum starfsmönnum þeirra hulin fram að 8. október 2008. Það sem meira er, einungis orðrómur um slæma afkomu banka gæti valdið áhlaupi, eins og gerðist í bankahruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir samdægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausafjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Að mati Hugins er erfitt að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi en hugmyndir hans geti hugsanlega leyst þau vandamál. Það er rangt í báðum tilvikum. Betri kostur er að bankar borgi árlegt tryggingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af innstæðum vegna þeirra trygginga sem viðskiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueigenda, og aðskilja starfsemi þeirra frá fjárfestingarbönkum.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun