Orð skulu standa – eða hvað? 25. október 2012 06:00 Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun