Orð skulu standa – eða hvað? 25. október 2012 06:00 Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar