Nýju fötin keisarans Heiðar Már Guðjónsson skrifar 20. október 2012 06:00 Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laugardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lakara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöður, með því að tína til aðrar greinar sem ekki var vísað í umfjölluninni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrslunni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, heldur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögulegt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upplýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjaldeyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orðinn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjórar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjármálakerfis og færu fram á ótakmörkuð völd til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabankinn getur ekki byggt ákvarðanir sínar á tilfinningum eða rangfærslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viðurkenna það. Í riti sínu „Hvað skuldar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabankinn sagði að skuldastaðan gagnvart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raunin var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rangar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laugardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lakara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöður, með því að tína til aðrar greinar sem ekki var vísað í umfjölluninni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrslunni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, heldur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögulegt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upplýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjaldeyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orðinn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjórar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjármálakerfis og færu fram á ótakmörkuð völd til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabankinn getur ekki byggt ákvarðanir sínar á tilfinningum eða rangfærslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viðurkenna það. Í riti sínu „Hvað skuldar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabankinn sagði að skuldastaðan gagnvart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raunin var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rangar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Andersen.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar